2022 gæti orðið mjög gott ferðamannaár á Íslandi

Það mun taka töluverðan tíma fyrir ferðaþjónustu í heiminum að komast aftur í eitthvað sem gæti kallast eðlilegt ástand. Ferðamannaárið 2022 gæti orðið gott í heiminum og mjög gott á Íslandi, segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures sem ræðir við Björn Inga Hrafnsson í Hlaðvarpi Viljans.

Styrmir kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með útspil stjórnvalda í gær. Hann sé ekki að biðja um neina sérstaka aðstoð við sitt fyrirtæki, heldur almennar aðferðir sem gagnist ferðaþjónustunni í heild sinni.

Engu að síður sé ljóst að mörg fyrirtæki muni fara í þrot og samþjöppun og hagræðing verða á markaðnum. Margt af því sé raunar eðlilegt og nauðsynlegt. Offjárfesting hafi verið í greininni og breyttar forsendur kalli á endurmat.

Ísland eigi mikið inni sem ferðaþjónustuland þegar yfir lýkur og áhuginn á landinu sé enn til staðar.

Vilji Íslendingar tryggja bestu lífskjör heims, þurf iað tryggja að sú atvinnugrein sem þau lífkjör hefur skapað verði til staðar þegar yfir líkur.