Hlaðvarp Viljans: Á mörkum þess að sjóði upp úr í samfélaginu

Viðskiptaritstjórarnir Hörður Ægisson á Fréttablaðinu og Stefán Einar Stefánsson á Morgunblaðinu spá í spilin með Birni Inga Hrafnssyni í Hlaðvarpi Viljans.

Fyrsta spjallið við þá félaga vakti gríðarlega athygli fyrir nokkrum vikum. Ekki mun verða minna talað um það sem hér kemur fram.

Hver er framtíð Icelandair? Er eina leiðin að félagið fari í þrot? Hvers vegna urðu svo margir fyrir vonbrigðum með annan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar? Hvað gerist í næstu viku hjá fyrirtækjum, ekki síst í ferðaþjónustu? Hvernig rímar afstaða verkalýðshreyfingarinnar við stöðu mála? Lifir ríkisstjórnin út kjörtímabilið? Af hverju er forsætisráðherra ekki búin að flytja þjóðinni nýtt Guð-blessi-Ísland ávarp?