Ætlar ekki að láta bólusetja sig fyrir kórónaveirunni

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að láta bólusetja sig fyrir kórónaveirunni á næsta ári þótt bóluefni líti dagsins ljós. Hann hefur miklar efasemdir um þær sóttvarnaráðstafanir sem gripið hefur verið til og veltir því upp hvort ekki væri ráðlegra að fara svonefnda hjarðónæmisleið í baráttunni gegn COVID-19.

Björn Ingi á Viljanum ræðir við Brynjar í kraftmiklu samtali þar sem rökrætt er um ásættanlegan fórnarkostnað, heilsu fólks og réttindi einstaklingsins.