Áttu von á miklu umfangsmeiri viðbrögðum frá ríkisstjórninni

Þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, Bergþór Ólason og Hanna Katrín Friðriksson furða sig á björgunarpakka ríkisstjórnarinnar (nr. 2) sem kynntur var í dag og segja hann miklu umfangsminni en væntingar hafi verið um. Fáir dagar séu til mánaðarmóta, ferðaþjónustan sé á heljarþröm og stórum spurningum verði að svara á allra næstu dögum.

Þau ræða í Hlaðvarpi Viljans við Björn Inga Hrafnsson um þann rosalega mikla efnahagsvanda sem blasi við og hvað þurfi að gera til að ná viðspyrnu við erfiðar aðstæður.