Aukaþáttur í Hlaðvarpi Viljans um framtíð Icelandair

Viðskiptaritstjórarnir Hörður Ægisson af Markaði Fréttablaðsins og Stefán Einar Stefánsson á ViðskiptaMogganum eru mættir í sérstakan aukaþátt af Hlaðvarpi Viljans, þar sem þeir spá í spilin með Birni Inga Hrafnssyni um framtíð Icelandair, sem hangir á bláþræði.

Meðal þess sem kemur fram í spjalli þremenninganna er:

  • Helmingslíkur eða jafnvel minna en það á að takist að bjarga Icelandair frá gjaldþroti, enda eru sjóðir félagsins að tæmast.
  • Áhugi kínverskra stjórnvalda, sem nýlega fjárfestu í norska lággjaldafélaginu Norwegian, gæti orðið til þess að hefðbundnari samstarfsaðilar Íslands beggja vegna Atlantsála gætu talið pólitískt mikilvægt að koma að borðinu.
  • Forsíðufréttir Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um mögulegar viðræður Icelandair við önnur félög flugþjóna voru réttar en ekki rangar, eins og haldið hefur verið fram.
  • Það þarf allt að ganga upp hjá stjórnendum Icelandair til að það takist að forða gjaldþroti. Ekki bara kjarsamningar við starfsfólk, heldur samkomulag við fjölmarga aðra aðila.
  • Algjör skortur á veruleikatengingu í kjaraviðræðum miðað við aðstæður.
  • Stjórnendum Icelandair er vorkunn, því þeir hafa engan stuðning í björgunaraðgerðum sínum.
  • Fjármálaeftirlitið hlýtur nú þegar að tilkynna um opinbera rannsókn verkalýðsforystunnar á skuggastjórnun á tilteknum lífeyrissjóðum.