Brexit – dýrkeypt tilraun eða veisla lýðræðisins?

Rétt er að benda öllu áhugafólki um stjórnmál á bresku sjónvarpsmyndina Brexit frá ITV og HBO, sem byggð er á sönnum atburðum og segir frá því hvernig Dominic Cummings, kosningastjóri útgöngusinna, fór að því að sigra í kosningabaráttunni um Brexit.

Frá því þau úrslit lágu fyrir hafa hvorki breskir stjórnmálamenn né almenningur þar í landi vitað hvort þeir væru að koma eða fara og á það ekki síst við í dag, þegar engan veginn er ljóst um lyktir málsins.

Hægt er að sjá kvikmyndina um Brexit í spilara RÚV hér.

Ríkissjónvarpið sýndi myndina um liðna helgi, en þar fer stórleikarinn Benedict Cumberbatch með hlutverk Cummings sem leiddi Vote Leave, samtökin sem leiddu baráttu útgöngusinna úr Evrópusambandinu.

Kvikmyndin er tvær klukkustundir að lengd og heitir Brexit: The Uncivil War en handritshöfundur hennar er James Graham sem skrifað hefur
leikrit með pólitísku ívafi sem sýnd hafa verið á West End í London.

Leikstjóri: Toby Haynes. Aðalhlutverk: Benedict Cumberbatch, Sarah Belcher og Malcolm Freeman.