Áramótaþáttur Landans fól allt það besta í sér sem dagskrárgerðarmenn hans hafa upp á að bjóða; skemmtilegar sögur af fólkinu í landinu, þjóðlegan fróðleik og uppbyggilegt, gott íslenskt efni.
Gísli Einarsson ritstjóri og fréttamenn Landans mega vera stoltir af þessum þætti og það er ekki skrítið að hann njóti svo mikilla vinsælda.
Einn galdurinn er einmitt að dagskrárgerðarmennirnir eru ekki fastir kringum vinahóp sinn í Efstaleitinu, heldur fara þeir um landið og miðin í leit að fréttum og viðmælendum og þess vegna verður útkoman jafn spennandi og fjölbreytt og raun ber vitni.