Eins og stormsveipur

Frosti Logason útvarpsmaður á X-inu.

Það var snjall leikur hjá forsvarsmönnum Stöðvar 2 að leita til útvarpsmannsins Frosta Logasonar um að taka að sér regluleg innslög í Ísland í dag, því hann hefur komið eins og stormsveipur með áhugaverð viðtöl og umdeild að undanförnu.

Frosti, sem er stjórnmálafræðingur og annar hluti tvíeikisins Frosti og Máni í Harmageddon á X-inu, er óhræddur við að skora hinn þreytandi pólitíska rétttrúnað á hólm, og fyrir vikið verða efnistök hans ekki jafn fyrirsjáanleg og þeirra fjölmiðlamanna sem ávallt reyna fyrst og fremst að geðjast hneykslunarkórnum á hverjum tíma.

Stöð 2 hefur um skeið átt erfitt uppdráttar og tíðar fregnir berast af rekstri móðurfélagsins. Þó er vitað að forstjórinn Heiðar Guðjónsson er metnaðargjarn með afbrigðum og því eru líkindi til þess að hann verði búinn að snúa skútunni við áður en langt um líður.

Innkoma Frosta á skjái landsmanna í liður í því að snúa varnarbaráttu Stöðvar 2 í sókn, enda er lítið varið í sjónvarp eða viðtöl sem enginn vitnar í.