Er að brjótast út stríð í Evrópu?

Rússar hafa aukið viðbúnað sinn við landamærin að Úkraínu og margir óttast að ófriður kunni að vera í aðsigi. Bandaríkin lýst yfir stuðningi við stjórnvöld í Úkraínu sem óttast innrás hins máttuga granna inn í austurhluta landsins. Rætt er um mögulegan leiðtogafund Rússlands og Bandaríkjanna á næstu vikum til þess að bera klæði á vopnin. Á sama tíma tilkynna vesturveldin brottflutning herja sinna frá Afganistan eftir tveggja áratuga þrautagöngu.

Björn Ingi á Viljanum ræðir við tvo sérfræðinga um þessa stöðu, þá Albert Jónsson fv. sendiherra og sérfræðing í alþjóðamálum og Jón Ólafsson prófessor í athyglisverðu spjalli.