Fréttaspjall ritstjóra og Hlaðvarp Viljans

Fréttaspjall ritstjóra Viljans hóf göngu sína í dag á fésbókarsíðu Viljans og verður reglulegur liður héðan í frá, þar sem staðan er tekin á helstu fréttamálum jafnharðan á snarpan og greinargóðan hátt.

Á næstu dögum hefur hlaðvarp Viljans sömuleiðis göngu sína, en þar verður boðið upp á fróðleg viðtöl og fréttaskýringar á mannamáli um það sem helst er í deiglunni hverju sinni.

Fyrstu tveir viðmælendurnir í Hlaðvarpi Viljans verða þeir dr. Kári Stefánsson prófessor og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og dr. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Ísland á sögulegum tímum, 1. pistill.

Nýjung: Fyrsti fréttapistill frá ritstjóra um ástand mála.

Posted by Viljinn.is Allt sem þarf on Fimmtudagur, 19. mars 2020