Áhorfandi vikunnar: „Ég er ekki mikið að horfa á sjónvarp þessa daga en ég leyfi mér nú samt að mæla með nýju seríunni hennar Tinnu Hrafnsdóttur á Símanum – heitir Heima er best. Lofar mjög góðu,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, aðjúnkt við Háskólann á Bifröst og stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík í samtali við Viljann.
Þórunn er einn reynslumesti leikstjóri landsins og hún segir oft hægt að ná í góða spennuþætti í Sjónvarpi Símans:
„Ég datt inn á einn sem gerist eiginlega bara á lögfræðistofu og heitir The good fight.“ Fullt af góðum leikurum og snjöllum lagaflækjum.
Annars horfi ég alltaf á Kiljuna og svo má ekki gleyma Sillu [Sigurlaug M. Jónasdóttir], líka á RÚV með Okkar á milli.
Nýlega horfði ég á fínt viðtal við Guðrúnu Pétursdóttur og svo alveg hilarious spjall við Tyrfing Tyrfingsson leikskáld. Held að hann sé fyndnasti maður á Íslandi,“ bætir Þórunn við.