Heimilislæknir gagnrýnir afstöðu sóttvarnalæknis harðlega

Heimilislæknir í Norðurþingi, sem telur Raufarhöfn, Kópasker og Þórshöfn, gagnrýnir Þórólf Guðnason harðlega fyrir að fallast ekki á að lokað verði fyrir umferð inn á norðaustursvæðið næstu vikur í því skyni að varna útbreiðslu Kórónaveirunnar.

Atli Árnason, sem ásamt kollega sínum Sigurði Halldórssyni, sendi Almannavörnum í Reykjavík og Sóttvarnalækni, formlegt erindi þar að lútandi, skilur ekki þá afstöðu sem í neituninni felst og bendir á að hefðbundnar sóttvarnir með lokunum tiltekinna svæða haft oft gefist mjög vel.

Atli segir að mjög stór hluti íbúa á þessu svæði séu eldri borgarar og mjög viðkvæmir fyrir Kórónaveirunni og hann geti ekki samvisku sinnar vegna sem læknir setið hjá og þagað yfir þeirri stöðu sem komin er upp.

Hann gagnrýnir jafnframt þá ákvörðun að halda skólum og leikskólum opnum í landinu og rifjar upp ummæli dr. Margrétar Guðnadóttur heitinnar, prófessors í veirufræði, sem sagði að efnahagsleg áhrif ákvarðana ættu ekki að koma framar sjónarmiðum sóttvarna.

Hægt er að hlusta á mjög athyglisvert viðtal við Atla í Hlaðvarpi Viljans hér að neðan, en viðbúið er að það muni vekja mikla athygli.