Herská umræða í garð nágrannaþjóða í rússneska sjónvarpinu

Rússar hafa takmarkaða möguleika til að fylgjast með fregnum alþjóðlegra fjölmiðla, enda búið að banna flest samskiptaforrit og loka á erlendar fréttaveitur. Heima fyrir telur þess vegna stór hluti rússnesku þjóðarinnar að í gangi sé réttmæt varnarráðstöfun til að berjast gegn yfirgangi ný-nasista í Úkraínu og verja rússneskumælandi íbúa þar, enda þótt engar vísbendingar séu um að slíkar fullyrðingar eigi sér nokkra stoð í raunveruleikanum.

Carl Bildt, fv. utanríkisráðherra Svíþjóðar, tístir hér dæmi um rússneskum umræðuþætti, þar sem ekki er farið í grafgötur með hernaðarmátt Rússa og kjarnorkuvopnaeign og að því verði tekið af hörku ef Evrópusambandið eða NATO láti sér detta í hug að skipa friðargæsluliðum inn í Úkraínu til að tryggja för flóttafólks.