Hrafnaþing snýr aftur: Þetta verður vont ár, vinstri menn

Kampakátir að gera allt klárt fyrir endurkomu Hrafnsins fljúgandi: Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm.

Þátturinn Hrafnaþing, í umsjón Ingva Hrafns Jónssonar, snýr aftur annað kvöld eftir nokkuð hlé. Verður þátturinn framvegis sýndur í sjónvarpi Fréttavefjar Morgunblaðsins á föstudagskvöldum kl. 20.

„Þetta verður vont ár, vinstri menn,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, hið ómissandi hliðartungl umsjónarmannsins. Gera má ráð fyrir að önnur tungl verði ekki  langt undan, til að mynda Hallur Hallsson og Júlíus Hafstein, fastagestir í hinni alræmdu Heimastjórn.