Hrafnaþingsmenn færa út kvíarnar með nýrri sjónvarpsstöð

„Kæru vinir, vandamenn, velunnarar og vælandi vinstrimenn! Mér er það mikill heiður að tilkynna stofnun nýrrar sjónvarpsstöðvar sem ber nafnið TAKK.tv,“ segir Jón Kristinn Snæhólm á fésbókinni, en hann hefur staðið vaktina á Hrafnaþingi ásamt Ingva Hrafni Jónssyni um langt skeið.

„Við munum verða ólínuleg sjónvarpsstöð sem sendir út á hrafnathing.is en sá vefur er þegar opinn. Með vori komanda mun TAKK.tv opna ISFLIX.is þar sem öllum þáttagerðarmönnum og handhöfum íslensks sjónvarpsefnis verður boðið pláss til sýningar,“ bætir Jón við.