Japanski skipulagsráðgjafinn sem allir eru að tala um

Hún heitir Marie Kondo, er 34 ára japanskur skipulagsráðgjafi, og ein heitasta sjónvarpsstjarna veraldar. Þátturinn hennar á Netflix er einhver sá umtalaðasti í veröldinni nú um stundir, sem er stórmerkilegt því fyrirfram var kannski ekki talið að japanskur raunveruleikaþáttur væri líklegur til að komast í efstu sæti vinsældalistanna.

Og um hvað snúast þættirnir hennar, Tydying Up With Marie Kondo? Jú, heimilisverk, skipulag á heimilinu og hvernig á að skapa sér umhverfi sem veitir manni aukna hamingju og minna stress.

Munið: Arigatou gozaimasu.