Kári útskýrir hvers vegna nauðsynlegt er að skima tvisvar hjá ferðalöngum

Dr. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, útskýrir í myndbandi hér að neðan hvers vegna hann telur nauðsynlegt að stjórnvöld hafi farið þá leið að setja skilyrði um tvöfalda skimun með sex daga sóttkví þess á milli við komuna til landsins frá og með morgundeginum.

Í myndbandinu, sem Íslensk erfðagreining hefur látið gera, er farið yfir raðgreiningar þeirra hópsýkinga sem hafa orðið í seinni bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi undanfarnar vikur.