„Ég kem úr mjög vinstri sinnaðri og pólitískri fjölskyldu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Christiane Amanpour, einhverja þekktustu sjónvarpsfréttakonu samtímans, á sjónvarpsstöðinni CNN, en viðtalið var tekið í Lundúnaferð forsætisráðherra á dögunum.
Katrín ræðir hnattræna hlýnun og umhverfismál almennt, jafnrétti kynjanna og íslenska nafnahefð, svo eitthvað sé nefnt — en sjón er sögu ríkari.