Landamærin verði opin og sóttkví ekki áskilin við komuna til landsins

Sigríður Á. Andersen vill fara hraðar í afléttingu þeirra takmarkana sem ákveðnar voru hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Hún vill hafa landamærin opnuð, sleppa kvöðum um sóttkví og segir efnahagsmál ekki aðskilin frá lýðheilsu þegar kemur að ákvörðunum stjórnmálamanna.

Þá segir hún ljóst að dánarlíkur af völdum Covid-19 séu langtum minni en fyrst hafi verið talið og Íslendingar séu vel í stakk búnir að takast á við næstu bylgjur veirunnar án þess að hér verði öllu skellt í lás og byrjað aftur á byrjunarreit.

Björn Ingi Hrafnsson ræðir við fv. dómsmálaráðherra í Hlaðvarpi Viljans.