Það er sannarlega valinn maður í hverju rúmi í stórmyndinni Eiginkonan (The Wife) sem Sambíóin frumsýna í dag.
Joan Castleman (Glenn Close er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt) hefur helgað líf sitt eiginmanni sínum Joe (Jonathan Pryce), sem er frægur rithöfundur. Hún hefur sætt sig við framhjáhald af hans hálfu, og afsakanir sem hann tengir við listina, með reisn og húmor.
En nú er staðfesta Joan að bresta. Kvöldið sem Joe er að fara að taka á móti Nóbelsverðlaununum í bókmenntum, ákveður Joan að horfast í augu við þær fórnir sem hún hefur fært, og opinbera leyndarmálið á bak við hinn ástsæla listamann.