Bíórýnin er að þessu sinni í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins og fv. forsætisráðherra, en hann skrifar svo á fésbókinni, eftir að fara brugðið sér í Sambíóin:
„Ég fór í bíó í fyrsta skipti í langan tíma. Sá hina umtöluðu mynd The Sound of Freedom.
Eftir að hafa séð hana skil ég enn síður en áður hvers vegna nýja vinstrið í Bandaríkjunum (og jafnvel einhverjir á Íslandi) og margir fjölmiðlar lögðust hart gegn myndinni.
Hún fjallar bara um baráttu gegn barnaníði og mansali. Engin pólitík þar fyrir utan og meira að segja ekki eins þung og ég gerði ráð fyrir. Hörku spennumynd um baráttu góðs og ills.“