Sigríður Á. Andersen, fv. dómsmálaráðherra, hefði sjálf sett sig vel inn í rökin fyrir þeim ráðstöfunum sem sóttvarnayfirvöld og almannavarnir hafa sett hér á landi vegna veirufaraldursins. Hún furðar sig á því að þingið hafi ekki komið að málum sem varða grundvallarréttindi borgaranna og segir margt benda til þess að Landspítalinn ráði betur við veikindi af völdum veirunnar en áður.
Þetta kemur fram í spjalli Björns Inga Hrafnssonar við Sigríði, Önnu Sigrúnu Baldursdóttur hjúkrunarfræðing og aðstoðarmann forstjóra Landspítalans og Thor Aspelund prófessor í líftölfræði, en þar er reynt að leggja mat á stöðu þriðju bylgju faraldursins og horfur á eðlilegu jólahaldi hér á landi eftir nokkrar vikur.
Hægt er að horfa á upptöku af samræðunum á fésbókarsíðu Varnar gegn veiru, með því að ýta HÉR.