Hollenski hljómsveitarstjórinn og fiðluleikarinn André Rieu átti stórkostlega innkomu í opnunaratriði stórleiks Ajax frá Amsterdam gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á dögunum, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.
Mögnuð stemning skapaðist þegar meistarinn lék á fiðlu sína hið stórkostlega verk Fangakórinn úr Nabucco eftir Giuseppi Verdi. En sjón er sögu ríkari.