Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nýr forsætisráðherra, tekur mjög mikla áhættu með því að hafa endurnýjað ríkisstjórnarsamstarf með Vinstri grænum, að sögn Brynjar Níelssonar fv. þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að margir þingmenn þurfi nú enn að kyngja ælunni og styðja stjórnina og einstaka ráðherra hennar gegn vantrausti.
Í samtali við Björn Inga Hrafnsson ritstjóra Viljans og laxabóndann Ólöfu Skaftadóttur í nýjum þætti af Grjótkastinu ræðir Brynjar um möguleika nýrrar stjórnar, hættuna á að Vinstri græn sprengi samstarfið á hagstæðum tímapunkti til að skapa sér vígstöðu fyrir kosningar, erindisleysu Viðreisnar og Pírata, sókn Samfylkingarinnar og Miðflokksins, komandi forsetakosningar og mikilvægustu verkefnin sem framundan eru.
Að auki ræðir Brynjar hvers vegna hann á erfitt með að koma inn sem varaþingmaður flokksins þessa dagana. Óhætt er að segja að margt forvitnilegt komi hér fram sem um verður talað.
Upptökuna er að finna hér að neðan. Lesendur eru hvattir til að haka við áskrift að nýjum þáttum, svo þeir fái áminningu um leið og þeir birtast á helstu hlaðvarpsveitum.