Viljinn efnir til tónlistarveislu reglulega á fimmtudögum þar sem íslenskt tónlistarfólk lætur ljós sitt skína.
Hér eru það söngkonan Vala Yates og gítarleikarinn Oddur Sigmunds Báruson sem flytja lögin Gúanóstelpan eftir Mugsion og Fjallasól, en það er íslensk útgáfa óskarsverðlaunalagsins Ben úr samnefndri kvikmynd sem Michael Jackson gerði ódauðlegt á sínum tíma, þá aðeins barn að aldri.
Lagið er eftir Don Black og textinn eftir Björn Inga Hrafnsson.
Vala Yates leggur nú lokahönd á sína fyrstu hljómplötu sem kemur út í byrjun næsta árs, en smáskífur af henni eru þegar farnar að heyrast. Hún er menntuð söngkona og tónskáld og syngur bæði á íslensku og ensku.
Vala er nýlega flutt til Reykjavíkur úr Hrísey þar sem hún hefur búið um skeið, en hún segir að næstu vikur og mánuðir fari í að kynna nýju plötuna og syngja í veislum og ýmiskonar mannfögnuðum, en hún er vinsæll tónlistarmaður í brúðkaupum, svo dæmi sé tekið.
Tónlistarfólk sem hefur áhuga á að koma fram í Tónlistarveislu Viljans er bent á að senda skeyti í netfangið: viljinn(hjá)viljinn.is.