Aðskiljum ekki ein þjóða fjárfestinga- og viðskiptabanka

Eftir dr. Ásgeir Jónsson:

Ég var einn af ráðgjöfum við ritun Hvítbókar sem gefin var út í desember – og skrifaði álitsgerð um framtíð fjármálakerfisins. Ég vil sjá minni banka en virkari fjármálamarkað. Það eykur ekki aðeins samkeppni að nota markaðinn – heldur minnkar einnig samfélagsleg áhætta af fjármálalegri milligöngu. 

Staðan er einnig sú að ekki er hægt að sameina banka til þess að auka hagkvæmni. Þrír er lágmarksfjöldi banka hérlendis — svo lengi sem við höfum sjálfstæða mynt. Bæði gengi krónunar og skammtímavextir ráðast á millibankamarkaði – og tveir aðilar geta ekki myndað markað. Samkeppni við þessa þrjá – verður að koma frá fjármálamarkaðinum – þar sem m.a. lífeyrissjóðirnir verða að vera virkir þátttakendur. 

Ísland þarf jafnframt á erlendum fjárfestum að halda – ekki vegna þess að það „vanti pening í landinu“ heldur til þess að tryggja samkeppni og fjölbreytni í fjármögnun. Þá er heppilegra að erlent fjármagn renni til beinna kaupa á hlutafé og skuldabréfum fyrirtækja en komi sem lán til fjármálastofnana sem er endurlánað áfram.

Dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur.

Fjártækni hefur opnað ýmsa möguleika fyrir samfélagsbankaþjónustu sem mun án efa blómstra á næstu árum. Áherslan verður á nýjar þjónustulausnir með sem minnstri yfirbyggingu, ek. almannavæðingu fjármálaþjónustunnar. En ekki hefðbundna innlána- og greiðsluþjónustu – líkt og t.d. sparisjóðirnir stunduðu. Enda er nægt framboð af slíkri þjónustu á Íslandi í dag. 

Það eru fá rök sem standa til þess að Íslendingar – einir þjóða – tækju upp algeran aðskilnað fjárfestinga- og viðskiptabanka. Hins vegar, er vert að skoða mögulega hagsmunaárekstra. Svo sem að bankarnir reki umfangsmikla eignastýringu með mörgum ólíkum fjárfestingarsjóðum. Eðli málsins samkvæmt, ættu viðkomandi sjóðir að vera helstu samkeppnisaðilar bankanna, við fjármögnun ýmissa verkefna.

Álitsgerðin er hér – ef einhver hefur áhuga. 

Höfundur er dósent og forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands.