Bjarni sá sóknarfæri fyrir flokkinn og nýtti það: Nú er pressan á Svandísi

Eftir Elliða Vignisson:

Enn og aftur sýnir Bjarni Benediktsson hversu öflugur stjórnmálamaður hann er. Hann sá sóknarfæri fyrir flokkinn og nýtti það. Sóknarfærið er fólgið í því að stíga út úr ráðuneytinu þar sem hann hefði ekki fengið neinn frið fyrir hælbítum. Samhliða fær flokkurinn tækifæri til að safna kröftum sínum og kjarna sig.

Þetta gerir hann af virðingu og auðmýkt. Svo ósammála sem hann er umboðsmanni þá virðir hann afstöðu hans.

Samhliða þessu eykst pressan á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem ólíkt Bjarna, braut lög. Vart hyggst hún reyna að sitja það af sér eftir þetta útspil.

Ég teldi reyndar best að samhliða þessu myndi vera gerð meiri breyting á ríkisstjórn en minni – færa ráðherra á milli ráðuneyta og koma flokkunum þannig upp úr skotgröfunum sem þeir sannarlega eru í. Draga línu í sandinn og hefja seinni hálfleik með því að taka dagskrárvaldið í dægurmálunum.

Þannig gæti ríkisstjórn verið á vetur setjandi.

Höfundur er sjálfstæðismaður og bæjarstjóri í Ölfusi.