Fullveldið skiptir máli

Arnar Þór Jónsson fv héraðsdómari og nú varaþingmaður. / RAX.

Arnar Þór Jónsson, skrifar í Morgunblaðinu í dag:

Inn­leiðing hins svo­nefnda þriðja orkupakka ESB (O3) hef­ur reynst rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um þyngri í skauti en út­lit var fyr­ir þegar til­laga til þings­álykt­un­ar um málið var lögð fram á Alþingi vorið 2019. Í ljósi frétta og vax­andi þunga í al­mennri umræðu um málið tel ég ekki of­mælt að ágrein­ing­ur um inn­leiðingu O3 sé að umbreyt­ast í djúp­stæða póli­tíska krísu, sem skek­ur ekki aðeins rík­is­stjórn­ar­flokk­ana á grunn­in­um held­ur einnig flokka í stjórn­ar­and­stöðu.

Í því sem hér fer á eft­ir vil ég freista þess að bregða nán­ara ljósi á þann póli­tíska land­skjálfta sem O3 hef­ur valdið. Í stuttu máli tel ég að skýr­ing­in sé sú að O3 sé mynd­birt­ing mun stærra und­ir­liggj­andi vanda­máls. Vand­inn, eins og ég sé hann, er stjórn­skipu­leg­ur. Ég tel m.ö.o. að ræt­ur ágrein­ings­ins um inn­leiðingu O3 liggi djúpt í rétt­ar­vit­und al­menn­ings og stöðu Íslands gagn­vart ESB á grunni EES-sam­starfs­ins. 

Menn skilja bet­ur regl­ur sem þeir semja sjálf­ir

Það er ekk­ert feimn­is­mál að segja eins og er, að í EES-sam­starf­inu hafa Íslend­ing­ar verið mót­tak­end­ur reglna en ekki tekið þátt í mót­un þeirra. Það er held­ur ekk­ert ljótt að segja það hreint út, að slík staða er engu lýðræðis­ríki sæm­andi til lengd­ar. Slík staða er held­ur ekki í neinu sam­ræmi við þann laga­lega grunn sem lagður var að stofn­un Alþing­is árið 930 og mótað hef­ur laga­hefð Íslend­inga alla tíð, þrátt fyr­ir löng tíma­bil niður­læg­ing­ar, und­irok­un­ar og kúg­un­ar.

Alþingi – og ís­lenska þjóðveldið – var reist á vilja manna til að eiga sam­fé­lag hver við ann­an á grund­velli laga sem þeir áttu sam­an; laga sem mótuð voru í sam­búð þeirra út frá eig­in reynslu, um­hverfi og aðstæðum. Um þenn­an stór­merka viðburð, sem í raun má kall­ast heims­sögu­leg­ur, hef­ur Sig­urður Lín­dal ít­ar­lega fjallað. Sjálf­ur stend ég í ævi­langri þakk­ar­skuld við hann sem kenn­ara minn fyr­ir að hafa vakið hjá mér áhuga á þess­ari perlu sög­unn­ar, þegar menn með ólík­an bak­grunn, í nýju landi, ákváðu að hafa lög hver við ann­an en ekki ólög.

Sam­mæli en ekki fyr­ir­skip­an­ir

Á þess­um tíma voru lög­in óskráð; arf­ur sem menn höfðu flutt með sér og í sam­ein­ingu aðlagað ís­lensk­um aðstæðum. Lög­in birtu viðleitni til að setja niður deil­ur sem óhjá­kvæmi­lega rísa í sam­skipt­um manna á öll­um tím­um. Nán­ar byggðust þessi lög á venj­um, siðaregl­um, hátt­ern­is- og um­gengn­is­regl­um, trú­ar­regl­um, hefðum o.fl. Lög í þess­um skiln­ingi voru bæði und­ir­staða og lím í sam­fé­lagi manna. Í stuttu máli var litið á lög sem sam­mæli en ekki sem fyr­ir­skip­an­ir yf­ir­valda. M.ö.o. hvarflaði ekki að nokkr­um manni að hann væri ein­fær um að setja lög eða breyta lög­um. 

Með til­komu miðstýrðs laga­setn­ing­ar­valds, fjær fólk­inu sem við lög­in á að búa, opnuðust áður óþekkt tæki­færi fyr­ir valdagíruga menn. Sam­hliða því krist­allaðist nauðsyn þess að dóm­stól­ar veittu lög­gjaf­an­um aðhald, m.a. til að hindra hvers kyns mis­notk­un og mis­beit­ingu valds. Hlut­verk dóm­stóla er að gæta rétt­ar manna gagn­vart lög­un­um; skera úr um rétt þeirra og skyld­ur að lög­um.

Í þessu sam­hengi blas­ir líka við að það er al­gjör öf­ug­snún­ing­ur á hlut­verki lög­gjafa og dóm­stóla ef hinum síðar­nefndu er ætlað að taka á sig nýtt hlut­verk og fara að marka sam­fé­lags­lega stefnu. Dómur­um er ætlað það stjórn­skipu­lega hlut­verk að finna og beita lög­um þess sam­fé­lags sem þeir þjóna til að verja rétt þeirra sem brotið hef­ur verið gegn. Þetta er mik­il­væg­asta skylda dóm­ara, en ekki að vera vilja­laust hand­bendi ríkj­andi vald­hafa eða þeirra sem telja sig vera full­trúa siðferðilegs meiri­hluta á hverj­um tíma.

Alþingi, lög og til­gang­ur sam­tals

Mik­il­vægi síðast­nefnds atriðis er ekki lít­il­fjör­legt í lýðræðis­legu og stjórn­skipu­legu sam­hengi. Vilji menn bjóða sig fram til starfa á lög­gjaf­arþingi þá ber þeim að axla ábyrgð á því að semja laga­texta. Slíkt hef­ur óhjá­kvæmi­lega í för með sér að viðkom­andi orði hugs­an­ir sín­ar og setji þær fram með kjarnyrt­um og skýr­um hætti. Til­laga hans get­ur svo í fram­hald­inu orðið grunn­ur skoðana­skipta, breyt­ing­ar­til­lagna og að lok­um at­kvæðagreiðslu þar sem tek­in er afstaða til þess hvort text­inn eigi að öðlast laga­gildi. Í þessu birt­ist mik­il­vægi lýðræðis­legr­ar rök­ræðu og lýðræðið þjón­ar auðvitað mik­il­vægu hlut­verki þegar kem­ur að því að kjósa hand­hafa lög­gjaf­ar­valds. Þannig verður til virkt sam­spil og aðhald: Lög­in móta sam­fé­lagið og sam­fé­lagið lög­in. Þráður­inn þarna á milli er órofa. Kjósi menn að höggva á þenn­an þráð milli sín og lag­anna, milli laga og sam­fé­lags, milli sam­fé­lags og rík­is­valds, er vá fyr­ir dyr­um. Þá skap­ast for­send­ur fyr­ir því að til verði al­ríki sem virðir ekk­ert af þessu; þar sem smáríki verða aðeins óvirk­ir áhorf­end­ur.

Skila­boð al­rík­is­ins eru þau að menn eigi frem­ur að hlýða en að andæfa, því að í al­rík­inu kem­ur valdið ofan frá og niður en ekki öf­ugt. Þegar svo er komið hef­ur gjör­bylt­ing átt sér stað frá því sem áður var lýst. Í stað þess að regl­ur séu sett­ar af fjöl­skyld­um, í ná­býli manna og mót­ist inn­an eins og sama sam­fé­lags­ins, koma lög­in frá yf­ir­valdi sem vill þröngva sér inn í hvers­dags­líf okk­ar, jafn­vel hugs­an­ir okk­ar. Nú­tíma­tækni gef­ur slíku miðstýrðu valdi nán­ast tak­marka­lausa mögu­leika á slíkri áleitni. Jafn­vel ein­veld­is­kon­ung­ar fyrri alda blikna í sam­an­b­urði. Í stað um­hyggju í nærsam­fé­lagi býr al­ríkið til stofn­an­ir sem sýna okk­ur gervium­hyggju en krefja okk­ur um al­gjöra holl­ustu. 

Hvað ger­ist?

Þegar rík­is­vald sýn­ir til­b­urði í þá átt að umbreyt­ast í al­ríki eru marg­ar ástæður fyr­ir því að viðvör­un­ar­bjöll­ur hringi. Yfirþjóðlegt laga­setn­ing­ar-, fram­kvæmda- og dómsvald rýf­ur það sam­hengi sem hér hef­ur verið lýst milli laga og sam­fé­lags, rýr­ir laga­lega arf­leifð, lít­ur fram hjá hags­mun­um þeirra sem standa næst vett­vangi og van­v­irðir í stuttu máli sam­hengi lýðræðis­hug­sjón­ar­inn­ar við rétt­ar­ríkið. Slíkt er aug­ljós­lega á skjön við stjórn­skip­an Íslands.

Af­leiðing­arn­ar blasa við í mál­um eins og O3: Þing­menn hyggj­ast taka að sér að inn­leiða í ís­lensk­an rétt regl­ur sem er­lend­ir skriff­inn­ar hafa samið út frá er­lend­um aðstæðum og er­lend­um hags­mun­um; lög­fræðing­ar taka að sér hlut­verk ein­hvers kon­ar spá­manna og freista þess með krist­als­kúl­um að segja fyr­ir um hvernig ís­lensk­um hags­mun­um muni reiða af við fram­kvæmd hinna er­lendu reglna; lög­gjaf­arþing tek­ur hinar er­lendu regl­ur ekki til efn­is­legr­ar umræðu og end­ur­skoðunar en læt­ur sér nægja að leika hlut­verk lög­gjaf­ans.

Við slík­ar aðstæður breyt­ist Alþingi Íslend­inga í kaffi­stofu þar sem fjallað er um hið smáa en ekki hið stóra og víðtæka; smá­mál eru gerð að stór­mál­um, en stór­mál töluð niður og dul­bú­in sem smá­mál. Hreyfi menn and­mæl­um er því svarað með að ákv­arðanir um inn­leiðingu hafi „þegar verið tekn­ar“ með þeim hætti að við „verðum að ganga frá þeim form­lega“ til að þær öðlist gildi meðal þeirra þjóða sem í hlut eiga „ef við vilj­um áfram vera aðilar að EES“.

Á móti spyr stór hluti ís­lenskr­ar þjóðar hvað sé lýðræðis­legt við það ferli sem hér um ræðir. Fyr­ir mitt leyti sé ég ekk­ert lýðræðis­legt við það að maður í teinótt­um jakka­föt­um rétti upp hönd til samþykkt­ar á lokuðum fundi sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar og málið eigi þar með að heita „lýðræðis­lega út­kljáð“. Þetta er í mín­um huga af­skræm­ing á lýðræðis­leg­um rétti full­valda þjóðar og mætti með réttu kall­ast lýðræðis­blekk­ing.

Sam­an­tekt

Íslend­ing­ar eru ekki í neinu raf­orku­sam­fé­lagi með þjóðum sem búa hand­an við hafið. Við höf­um því ekki haft nein áhrif á eða aðkomu að regl­um sem þar hafa verið samd­ar um raf­orku og flutn­inga raf­orku milli ríkja. Í ljósi alls framan­ritaðs er vand­séð, svo ekki sé meira sagt, hvers vegna við eig­um að inn­leiða þess­ar regl­ur í ís­lensk­an rétt og veikja auk þess um leið stöðu okk­ar í hugs­an­leg­um samn­ings­brota­mál­um sem höfðuð verða í kjöl­farið. 

Þótt margt megi vafa­laust finna lýðveld­inu Íslandi til foráttu vil ég með vís­an til fram­an­greindra atriða mót­mæla því sjón­ar­miði að það væri ís­lensk­um al­menn­ingi mjög til fram­drátt­ar að æðsta dómsvald og ákvörðun­ar­vald í inn­an­rík­is­mál­um Íslands sé, í trássi við stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins Íslands nr. 33/​1944, geymt í er­lend­um borg­um. Kröf­ur um slík­an vald­flutn­ing hljóma held­ur ekki vel úr munni þeirra sem vilja stilla sér upp sem sér­stök­um málsvör­um lýðræðis, lýðfrels­is og mann­rétt­inda, þ.m.t. sjálfs­ákvörðun­ar­rétt­ar ein­stak­linga og þjóðar. Ég rita þess­ar lín­ur til að and­mæla því að Íslandi sé best borgið sem ein­hvers kon­ar léni ESB eða MDE sem léns­herr­ar, ólýðræðis­lega vald­ir, siði til og skipi fyr­ir eft­ir hent­ug­leik­um án þess að Íslend­ing­ar sjálf­ir fái þar rönd við reist. Slíkt verður ekki rétt­lætt með vís­an til þess að Íslend­ing­ar hafi kosið að „deila full­veldi sínu“ með öðrum þjóðum.

Höfundur er héraðsdómari.