Góður kostur fyrir ríkið og ferðaþjónustuna að leggja WOW til nýtt hlutafé

Eftir Marinó G.Njálsson:

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, skrifaði leiðara hér á þessum vettvangi um helgina, sem vakið hefur mikla athygli, en þar veltir hann upp þeirri spurningu hvort íslenska ríkið og lífeyrissjóðir ættu að taka þátt í björgun WOW til að forða félaginu frá falli.

Það er frekar einfalt áhættumat/ákvörðunarmat mitt (menntaður í aðgerðarannsóknum með ákvörðunarfræði sem sérsvið), að þeir sem mestra hagsmuna eiga að gæta varðandi að WOW haldi áfram rekstri, ættu að velta þeim möguleika verulega fyrir sér, að bjóða fram fé til að styrkja rekstur félagsins.

Já, það eru vissar líkur á að peningurinn tapist, en það eru mun meiri líkur á því að fyrirtækið komist yfir þennan erfiða hjalla með því að fá rétta innspýtingu.

Gefum okkur að WOW hafi flogið með 25% ferðamanna til Íslands undanfarin 4 ár eða ca. 1,5 milljón ferðamanna. Að hver ferðamaður hafi bara greitt um 100.000 kr. vegna kostnaðar af dvöl sinni eða 150 milljarða í það heila. (Þessi upphæð er líklega mun hærri, en látum það liggja á milli hluta.)

Gefum okkur því næst að um 30 ma.kr. hafi runnið í ríkissjóð (sem er varlega áætlað) og um 10 ma.kr. hafi komið fram sem hagnaður ferðaþjónustuaðila.

WOW þarf 12-15 ma.kr. til að komast yfir erfiðasta hjallann. Hverfi WOW af markaði, þá má búast við að ferðamönnum fækki um ca. 25% strax, en 10-15% þar til önnur flugfélög fylla í skarðið, sem gæti tekið 4 ár, ef ekki meira.

Auk þess tapast störf og Isavia verður af tekjum þar sem farþegar sem áður millilentu á Íslandi gera það ekki lengur.

Ég ætla ekki að fara í nákvæmari útreikninga en svo að segja að þessir 150 ma.kr. verði að 75 ma.kr., 30 ma.kr. að 15 ma.kr. og 10 ma.kr. að 5 ma.kr.

Þannig að tekjur ríkisins og afkoma ferðaþjónustunnar versni um 20 ma.kr. bara vegna tekjumissis af ferðamönnum á þeim fjórum árum sem það tæki að ná upp sama fjölda ferðamanna og áður. Síðan verður atvinnuleysi meðal flugliða, færra starfsfólk þarf í ferðaþjónustunni og tekjur Isavia dragast saman.

Gengju inn í samkomulagið sem Indigo gerði

Ákvörðunarlíkanið er þvíval á milli a) 100% líkur á 20 ma.kr. beinu tapi plús einhverja milljarða íviðbót, en látum það liggja á milli hluta; b) gefum okkur að 50% líkur séu á aðWOW lifi þetta ekki af, þá eru b1) 50% líkur á 15 ma.kr. tapi og b2) 50% líkurá að tekjur verði 40 ma.kr. næstu fjögur ár.

Væntur hagnaður af b-hliðinni er 12,5 ma.kr., en vænt tap af a-hliðinni er 20 ma.kr. Auðvitað er hægt að leika sér með stærðir, t.d. gæti vænt tap af a-hliðinni orðið mun minna, t.d. 10 ma.kr., og líkurnar á að 15 ma.kr. myndu tapast gætu aukist í 75%, þannig að væntur hagnaður af b-hliðinni snýst í tap upp á 0,5 ma.kr.

Miðað við þetta frekareinfalda dæmi, með mikið af gefnum forsendum, þá væri það góður kostur fyrirríkissjóð og aðila í ferðaþjónustu að taka höndum saman (eða hvor í sínu lagi)og leggja WOW til nýtt hlutfé í þeirri von að fyrirtækið komist yfir þennanerfiða hjall í rekstrinum.

Best væri að þessir aðilar gengu inn í samkomulagið sem er í bígerð við Indigo Partners og kæmu þannig í veg fyrir að eignarhald á fyrirtækinu færðist að stórum hluta úr landi eða til einhvers leppfyrirtækis sem sett væri upp innan EES.

Þetta er hins vegar bara ákvörðunarlíkan og veruleikinn er líklega allt annar.

Höfundur er ráðgjafi.