Hvað voru menn að hugsa?

Eftir Marinó G. Njálsson:

Stjórnvöld gátu ákveðið að bjarga WOW án þess að bjarga Skúla Mogensen, en ákváðu að gera það ekki. 

Afleiðingarnar eru 28% samdráttur í flugi til Íslands, um 20% samdráttur í ferðamönnum til landsins (apríl til áramóta miðað við sama tíma árið 2018, samkvæmt spá Isavia), um 52% fækkun skiptifarþega milli ára (apríl – desember, samkvæmt spá Isavia), samdráttur í gjaldeyristekjum upp á 140-200 milljarða króna bara á þessu ári, samdráttur í tekjum ríkissjóðs upp á örugglega 30-40 milljarða bara á þessu ári, aukning atvinnuleysis með útgjöldum upp á einhverja milljarða á ári, útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála lækkuð um hátt í 15 milljarða, fyrirsjáanleg gjaldþrot í hjá ferðaþjónustufyrirtækjum, hækkun fargjalda til útlanda um einhver tugi prósenta, og svona mæti örugglega halda áfram lengi.

Marinó G. Njálsson.

Að bjarga ekki WOW (og láta Skúla sigla sinn sjó) eru einhver stærstu hagstjórnarmistök síðustu áratuga. 

Ég varaði við því að gera ekkert og benti á líklegar afleiðingar.  Í mínum huga snerist þetta aldrei um að bjarga Skúla, heldur að koma í veg fyrir hrun í gjaldeyristekjum, tekjum ferðaþjónustunnar og tekjum ríkissjóðs og síðast en ekki síst bjarga störfum fólks. 

Hvað voru menn að hugsa, sem tóku þá ákvörðun að láta WOW sigla sinn sjó?

Höfundur er ráðgjafi.