Eftir Þórarin Hjartarson:
Á Íslandi fækkar Íslendingum en fólki fjölgar. Orðið umburðarlyndi hefur átt orðræðuna þegar kemur að fólksflutningum til Evrópu. Þetta hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig og hafa Evrópuríki þurft að grípa til ráðstafana vegna þessa, þó með misjöfnum árangri. Stjórnmálin hafa einnig litast af þessu málefni þar sem varhugaverðum stjórnmálamönnum hefur vaxið fiskur um hrygg. Mistökin sem þau gerðu var að fresta því að eiga umræður um það hversu umburðarlynd þau ættu að vera, vildu vera og gætu verið.
Ísland er lítið land og því er mikilvægt að við gerum ekki þessi sömu mistök. Nágrannaþjóðum hefur tekist misjafnlega upp við að taka á móti fólki sem kemur frá öðrum menningarheimum. Sumstaðar hefur það tekist afar illa.
Því er spurt: Hversu umburðarlynd ættum við að vera? Hversu umburðarlynd viljum við vera? Og til þess að komast hjá því að hér spretti upp varhugaverð stjórnmálaöfl, hversu umburðarlynd getum við verið?
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart breyttum tungumálavenjum?
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart mismunandi hugmyndum um samskipti kynjanna?
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart mismunandi hugmyndum um hvenær það að gefa undir fótinn telst vera áreiti?
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart mismunandi hugmyndum um viðeigandi klæðaburð kvenna.
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart misjöfnum vilja fólks á því að aðlagast íslensku samfélagi?
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart hugmyndum um það hvort konur eigi að geta stundað nám og atvinnu?
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart mismunandi hugmyndum um tjáningarfrelsi?
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart mismunandi sjónarmiðum um friðhelgi heimilisins?
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart mismunandi hugmyndum um það hvernig takast skuli á við heimilisofbeldi?
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart mismunandi hugmyndum um réttindi hinseginfólks?
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart mismunandi sjónarmiðum um ástarsambönd samkynhneigðra?
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart mismunandi hugmyndum um matarvenjur innan grunnskóla?
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart mismunandi hugmyndum um það hvað telst vera refsivert athæfi?
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart mismunandi hugmyndum um það hvað sé hæfileg refsing við misjafnri hegðun og athæfi?
Hversu umburðarlynd viljum við vera gagnvart mismunandi hugmyndum um það hver sé réttur aðili til þess að framfylgja refsingum?
Hversu umburðarlynd erum við gagnvart mismunandi hugmyndum um gildi og viðmið á Íslandi?
Hversu umburðarlynd ættum við að vera?
Hversu umburðarlynd viljum við vera?
Hversu umburðarlynd getum við verið?
Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.