Hvort verður ofan á, kollsteypa eða ný þjóðarsátt?

Ragnar Önundarson fv bankamaður.

Eftir Ragnar Önundarson:

Kollsteypa? Ný þjóðarsátt um velferð og stöðugleika? Það er ekki séð í dag hvort verður ofan á.

Nærvera samtaka öryrkja, aldraðra og helst leigjenda líka, eykur líkur á hinu síðarnefnda. Ekkert er þessum ,,jaðarsettu” hópum verra en kollsteypa. Það er þá sem gengið fellur, verðlag og vísitala taka á rás og staða ríkissjóðs og þar með geta velferðarkerfisins versnar. 

Jafn gangur í hagkerfinu er aldrei mikilvægari en ef hætta er á samdrætti. Við vitum líka að það sem gert er peningalega fyrir jaðarsettu hópana dvelur áfram í hagkerfinu. Það jafnar hagsveifluna.

Höfundur er fv. bankamaður.