Norska ríkisstjórnin hefur beitt íslensku ríkisstjórnina miklum þrýstingi

Morten Harper, yfirmaður rannsókna á samskiptum Noregs og ESB hjá samtökunum Nei við ESB (n. Nei til EU) á fyrirlestri sem Heimssýn stóð fyrir í Háskóla Íslands. / Viljinn: Erna Ýr Öldudóttir.

Viljanum barst í morgun svofelld yfirlýsing frá samtökunum Nei til EU í Noregi, vegna umræðunnar hér á landi um þriðja orkupakkann:

Við fylgjumst vel með beina streyminu frá Alþingi, uppfull af áhuga. Það væri frábært ef það  tækist að fá ákvörðun í málinu frestað.

Afstaða og framganga utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, er mjög vafasöm. Það sæmir ekki utanríkisráðherra að tala um stóra flokka og samtök í vinalandi á þennan hátt. Miðflokkurinn er nú samkvæmt skoðanakönnunum þriðji stærsti flokkurinn í Noregi og er hann sá flokkur sem náð hefur hvað mestu fylgi á undanförnum árum.

Við vitum að norska ríkisstjórnin hefur beitt miklum þrýstingi á íslensku ríkisstjórnina. Utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Eriksen Søreide, og forsætisráðherra Noregs, Erna Solberg, hafa báðar gengið hart fram í málinu. Getur verið að málflutningur utanríkisráðherra Íslands endurspegli þrýstinginn frá norsku ríkisstjórninni?

Norski Hægri flokkurinn er best þekktur fyrir einlægan áhuga sinn á ESB-aðild. Flokksmenn hans eiga enga þá ósk heitari en að að tengja Noreg, eins mikið og hægt er, við ESB—sem með innleiðingu þriðja orkupakka ESB, innlimar Noreg (og Ísland) í orkusamband ESB. Með því að færa fullveldi Noregs í málum eins og fjármálaeftirliti og núna orkumálum til ESB, vonast Hægri flokkurinn sjálfsagt til að gera EES-samkomulagið eins líkt ESB-aðild og mögulegt er. Er þetta sú þróun sem utanríkisráðherra Íslands styður?

Ekki sama og uppsögn á EES

Það að hafna þriðja orkupakka ESB er ekki það sama og að segja upp EES-samningnum. Þvert á móti er það tækifæri til að nota það svigrúm til samninga sem samrýmist ákvæðum EES-samningsins, sem er það sem öll umræðan snýst um. Réttur til að setja fyrirvara er lögskipaður réttur EFTA-landanna. Við höfum skrifað grein um það, hvers vegna það að beita neitunarvaldi er ekki á neinn hátt ógn við EES-samninginn eða viðskipti á milli landanna.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, heldur því fram, að ekkert bendi til þess að norsku fyrirvararnir standist ekki. Það er alrangt. Við höfum áður bent á að þegar hefur meiri hluti fyrirvaranna verið afskrifaðir og þeir dæmdir ónothæfir og hinir eru í algjörri óvissu og uppnámi. Þið þekkið eflaust vel þessa umfjöllun.

Ekki er búið að samþykkja eða staðfesta, á nokkurn hátt, einn einasta af hinum norsku fyrirvörum hjá ESB.

Nýverið fengum við að vita að ESA hefur hafið málssókn gegn Noregi vegna þeirrar aðferar sem Noregur beitir við úthlutun vatnsorkuleyfa. ESA hefur þegar hafið málsókn gegn Íslandi vegna þessa.

Hér er formlegi lagagrundvöllur fyrir þjónustutilskipun ESB. Þetta gæti þýtt þörf fyrir endurskoðun á norskum réttarheimildum, sem myndu tryggja opinbert eignarhald á auðlindinni. Þetta þýðir einnig að fyrirvarar 1 og 2, um þjóðleg yfirráð og opinbert eignarhald, er brot á ákvæðum EES-samningsins.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vísar einnig í málflutningi sínum til þess að norsk stjórnvöld hafi bæði hvatt til og samþykkt utanríkisviðskipti í orkumálum. Það er í sjálfu sér laukrétt. Um er að ræða sæstrengi sem samið var um fyrir tilkomu þriðja orkupakka ESB og fyrir tilkomu ACER.

En nú eru uppi miklar deilur um það hvort það sé æskilegt fyrir Noreg að stofna til nýrra raforkutenginga. Í raun stendur deilan eins og kunnugt er um NorthConnect-strenginn frá Noregi til Skotlands. Þetta mál hefur valdið hörðum deilum milli norsku stjórnmálaflokkanna en einnig meðal samtaka atvinnulífsins.

Helstu rök okkar gegn þessum sæstreng eru þau að innleiðing 3. orkupakka ESB í Noregi og stofnun ACER skapar verulega óvissu om hvort ákvörðun um nýjan streng verði í Noregi tekin á þjóðréttanlegum forsendum, af fullvalda ríki, eða ekki. Þessa þjóðréttarlegu óvissu viljum við ekki varpa yfir norskt samfélag.

Þess vegna er eina trygga leiðin að hafna innleiðingu 3. orkupakka ESB í norsk lög.

Morten Harper, rannsóknar- og fræðslustjóri Nei til EU,

Kathrine Kleveland, formaður Nei til EU,.