Eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur:
Því er haldið fram að heilbrigðiskerfið hér á landi lifi sínu sjálfstæða lífi. Það er vissulega eitthvað skrýtið við þá fullyrðingu þar sem kerfum er ætlað að skapa ramma um samfélagið, þau þurfa þar með að taka breytingum með samfélaginu eða með öðrum orðum, þau eiga að laga sig að þörfum samfélagsins og þar með landsmönnum öllum.
Ef litið er aðeins nokkra mánuði aftur má minnast þess að ríkisstjórnin ætlaði að skoða að draga úr kostnaði sjúklinga við ferðir og uppihald. Í mínum huga þýðir það að færa ætti þjónustuna nær notendum hennar. En samt er staðan sú að flestir þurfa að sækja sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á Landspítala við Hringbraut og þannig verður það áfram samkvæmt heilbrigðis- og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar.
Kerfið lifir sínu sjálfstæða lífi og það er löngu fyrirséð að þetta fyrirkomulag hentar ekki. Áherslan er að mestu á framkvæmdir við nýjan Landspítala, mestallt fjármagn sem talið er til í fjármálaáætlun 2020 – 2024 er ætlað í framkvæmdirnar, þrátt fyrir að vitað er að það er sokkinn kostnaður. Í nágrannalöndunum er önnur staða, verið að hugsa til framtíðar, reistir eru spítalar í útjaðri borga þar sem aðgengi er öruggt og gott.

Ég þarf oft á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda og ég get með sanni sagt að mér lýst ekkert á blikuna. Ég segi þetta sérstaklega þar sem ég horfi til þess að enn á að halda áfram framkvæmdum við Hringbraut. Ég gef lítið fyrir að stórauka eigi aðgengi, í mínum huga er það ekki mögulegt þó menn hafi á einhverjum tímapunkti talið það hægt. Ég nefni sem dæmi dag- göngudeildarþjónustu, hana á að stórauka. Það er furðulegt að auka eigi þessa þjónustu á Landspítalanum, núverandi fyrirkomulag hentar vel, þ.e. að nýta þjónustu sérgreinalækna utan spítalans.
Reyndar er rammasamningur við þá í uppnámi en það gæti verið vegna þess að færa á þjónustu sem þeir veita núna inn í spítalann. Landspítala við Hringbraut er einnig ætlað að þjónusta börn og ungmenni í fíknivanda, þjónusta sem SÁÁ hefur sinnt fram að þessu en vegna þessa þarf að ráðast í breytingar á húsnæði og auka þarf mönnun. Landspítali veitir enn fremur heilbrigðisþjónustu vegna sjúklinga frá Færeyjum og Grænlandi, ég get ekki annað en nefnt að æskilegra er að sjúkrahúsið á Akureyri sinni þessum þætti vegna praktískra atriða.
Undanfarin misseri hefur gagnrýni ástaðsetningu Landspítala helst beinst að aðgengi við Hringbraut. Þeirrigagnrýni hefur verið svarað á þann hátt að vandinn sé aðeins tímabundinn, alltverði í lagi að framkvæmdum loknum. En í mínum huga er það aðeins það sem nærupp á yfirborðið, það sem snertir fólk núna (ég minni á að um 1100 bílastæðieru við spítalann á þessum tímapunkti og að framkvæmdum við nýjan Landspítalaloknum verða þau alls 2000). Að þessu sögðu er rétt að minna á að boðað hefurverið að sjúkrahótelið opni fljótlega, það mun einnig auka umferð við spítalannásamt öllum þeim þáttum sem ég taldi upp áður.
Ég þarf oft á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda og ég get með sanni sagt að mér lýst ekkert á blikuna
Fyrir liggur að þó svo að framkvæmdum ljúki áeinhverjum tímapunkti stendur eftir sem áður kerfisvillan sem felst í því aðhlaða allri sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á einn blett með tilheyrandi kostnaðiog álagi á starfsfólk, sjúklinga og aðstandendur á sama tíma og Landspítala ereinnig ætlað að vera héraðssjúkrahús fyrir rúmlega 200 þúsund einstaklinga og veitaþessháttar þjónustu eins og aðrar heilbrigðisstofnanir landsins.
Það er mikilvægt að hefjast handa strax við að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús á besta stað til framtíðar með öryggi og aðgengi að leiðarljósi og þar sem notendur þjónustunnar eru í forgangi.
Í stað þess að setja meiri fjármuni í frekari uppbyggingu við Hringbraut má nota fjármagnið í brýn og aðkallandi verkefni innan heilbrigðiskerfisins alls samhliða því að gera við þann húsakost sem nú er við Hringbraut, þ.e. þau hús sem ekki þarf að rífa.
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.