Eftir Gísla Sigurðsson:
Aðeins varðandi ríkisstyrki til fjölmiðla.
Við erum skyldug til að borga nefskatt sem rennur til RÚV. Og nú stendur til að láta okkur styrkja „einkarekna“ fjölmiðla líka.
Hvernig væri að á skattframtalinu væru nokkrir reitir sem við gætum hakað í og ákveðið þannig sjálf hvert fjölmiðlaskatturinn okkar rennur?
Þú myndir haka við RÚV, ég myndi haka við Mogga, Jón Ásgeir myndi haka við 365 miðla og svo frv.
Hvernig væri það?
Allir keppa áfram á auglýsingamarkaði. Og til að fá ríkisstyrk þyrftu þá fjölmiðlarnir að standa sig þannig að einhver væri tilbúinn að láta sína skattpeninga renna til þeirra.
Samkeppni í gæðum fjölmiðlunar, frétta og annars efnis.
Hvernig væri það?
Höfundur er skrifstofustjóri og Þingeyingur.