Um Ríkisútvarpið og tilgang þess

Eftir Ragnar Önundarson:

Skipta ber rekstri Ríkisútvarpsins í meginsvið í formi dótturfélaga sem eigi jafnt viðskipti við óskylda aðila sem og ,,systur“ sínar. RÚV á að styðja við frjálsa samkeppni á sviði ljósvakamiðla:

1.) Dagskrárfélag sem framleiði efni og dreifi sjálft eða selji til óskyldra miðla. Deildin miðli eldra efni úr hinu víðfræga ,,segulbandasafni“ gegn gjaldi með sama hætti til þeirra sem þess óska.

Ragnar Önundarson fv bankamaður.

2.) Tækni og dreifingarfélag, sem út- og sjónvarpi fyrir önnur félög, skyld sem óskyld, gegn gjaldi. Með þessu hjálpi félagið nýjum miðlum að komast inn á markaðinn, litlum miðlum að vera til og ,,systrum“ sínum að útvarpa.

3.) Frèttastofa, sem vinni fréttir og selji öðrum miðlum, skyldum sem óskyldum, gegn gjaldi. Hugsa mætti sèr svipað fyrirkomulag og er í tónlist og kallast ,,stefgjöld“. Fréttastofan miðli einnig fréttum t.d. frá innlendum sem erlendum miðlum og hafi þá milligöngu gegn ,,stefgjöldum“.

Ef hlutverk RÚV verður endurskilgreint til að styðja við frjálsa fjölmiðlun og þjóna henni í stað þess ,,sjálfsþurftabúskapar“ sem nú tíðkast, þá er kominn nútímalegur grundvöllur undir starf stofnunarinnar og hún fær starfsfrið í stað þess að um hana sé sífelldur styrr.

Höfundur er fv. bankamaður.