Uppnám í kjaramálum kallar á leiðsögn ríkisstjórnarinnar

Eftir Ragnar Önundarson:

Það uppnám sem kjaramálin eru í kallar á leiðsögn ríkisstjórnarinnar til nýrrar þjóðarsáttar.

Við þurfum að líta á málin ,,utanfrá og ofanfrá”.  Nú er liðinn áratugur frá hruni og það er ein hagsveifla. Þjóðartekjur eru líklega að minnka, amk. hefur loðnan brugðist og blikur eru á lofti í ferðaþjónustu vegna erfiðleika Wow. Þá ,,höktir” efnahagslífið á helstu útflutningsmörkuðum okkar í Evrópu.

Framundan eru þrengingar — í 2-3 ár verður kaupmáttur minni en verið hefur.

Við erum furðu vel undirbúin með tilliti til áfallsins 2008. Skuldir ríkisins eru litlar og mikið góðæri hefur ríkt í nokkur ár. Það var viðeigandi markmið að rétta þjóðarskútuna af með miklu sameiginlegu átaki.

Ragnar Önundarson fv bankamaður.

Það heppnaðist vel, en getum við ekki breytt áherslum núna? Þurfum við að halda áfram að lækka skuldir á sama hraða? Er ekki alltaf sagt að hið opinbera eigi að jafna hagsveifluna?

Við erum loksins í stakk búin að gera það.

Sú aðhalds- og niðurskurðarstefna sem var nauðsynleg eftir hrun er ekki lengur nauðsynleg. Með þessu er ég ekki að segja að hið opinbera eigi að fjölga fólki, en það er rætt um átak í vegagerð og fleiru og það er þörf á að slaka á hinum illræmdu tekjutengingum.

Þær hafa þjónað út sinn tíma.

Höfundur er fv. bankamaður.