Veiran er meira smitandi í köldu og þurru umhverfi eins og á Íslandi

Ljósmynd: LSH.

Eftir Gunnar Andrésson:

Ég þakka gríðarleg viðbrögð við grein minni um Kórónaveiruna (Covid-19) sem birtist hér á Viljanum í gær. Viðbrögð frá almenningi eru mikil og einnig kollegum, enda þótt ég finni að sumt heilbrigðisstarfsfólk telji ekki við hæfi að læknar hér á landi tjái sig persónulega um slík mál á þessum tímapunkti. Ég tel hins vegar að öll upplýst umræða um aðsteðjandi vá sé af hinu góða og betra sé að grípa til meiri varúðarráðstafa en minni. Maður byrgir ekki brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann.

Hvað er vitað:

  • -Núna eru staðfest 65 smit á Íslandi
  • -Miðað við höfðatölu erum við með tæplega 10x fleiri staðfest smit að meðaltali, en aðrar þjóðir
  • -Við eru með hæsta hlutfall smitaðra miðað við höfðatölu á eftir San Marínó og Suður Kóreu, eftir því sem ég kemst næst
  • -Við eru með 5 sinnum fleiri staðfestar virkar sýkingar á Íslandi en í Kína miðað við höfðatölu
  • -Dánartíðnin af staðfestum tilfellum er að minnsta kosti 3,5% og í mesta lagi um 6% (líklega samt nær 3,5%) og líklega er dánartíðnin lægri þar sem margir eru með lítil einkenni og láta ekki taka sýni  
  • -Skv worldometers fá 15% alvarlega (severe or critical) sýkingu
  • -Inflúensa er með dánartíðni upp á 0.1% af smituðum, en það er bæði til bóluefni og lyf við henni
  • -Ísland hefur ekki enn þá ákveðið að setja á samkomubanni þrátt fyrir þessar fréttir
  • -Það er vitað að einstaklingar geti verið sýktir en samt einkennalausir, sérstaklega ungir einstaklingar, en þeir geta þrátt fyrir það verið smitandi, þótt að einstaklingar með einkenni séu yfirleitt meira smitandi en einkennalausir
  • -Meðgöngutíminn (tíminn sem það tekur frá smiti til einkenna) er yfirleitt um 5-6 dagar en getur verið 2-14 dagar, við vitum ekki hvort fólk sé smitandi áður en það fær einkenni en það gæti verið
  • -Flestir sem verða alvarlega veikir verða það um 6-7 daga eftir að einkennin fóru að gera vart við sig
  • -Andlát eiga sig yfirleitt stað um 2-8 vikum frá upphafi einkenna
  • -Þetta getur smitast sem úðasmit eða snertismit
  • -Veiran virðist geta verið til staðar á yfirborði hluta í rúmlega viku
  • -Næmi RT-PCR prófana er í kringum 70% í Bandaríkjunum en í Suður Kóreu eru þau um 95% (það getur þýtt að allt að 30% af þeim sem koma neikvæðir út úr rannsókninni séu samt með sýkinguna)
  • -Þetta er mun hættulega fyrir fólk 50-60 ára og eldri og sérstaklega karlmenn með undirliggjandi sjúkdóma eins og t.d. háan blóðþrýsting
  • -Það gæti verið rétt að við séum með hæsta sýnatöku miðað við höfðatölu, en hlutfall sýna sem eru jákvæð hjá okkur eru nær 12%, þetta er mun hærra hlutfall en á Ítalíu, þegar það land fór að vera skilgreint sem hááhættusvæði, en þeirra hlutfall var um 5% á þeim tíma sem gæti bent til að þau hafa verið að vinna betur á þessu en við gerum okkur ráð fyrir.

Það sem er talið eiga við um Covid-19:

  • -Veiran er meira smitandi í köldu og þurru umhverfi eins og á Íslandi
  • -Það eru líka hugmyndir að hún sé meiri smitandi vegna D-vítamíns skorts
  • -Sumir telja að zinc gæti verið verndandi

Ekki hræðsluáróður

Ég er ekki að skrifa þessa grein til að vera með hræðsluáróður. Mér finnst hins vegar mjög mikilvægt að fólk átti sig á  alvarleika sýkingarinnar, og þá sérstaklega fyrir aldraða.

Ég ákvað að skrifa þetta núna því ég varð fyrir miklum vonbrigðum með neyðarfundinn hjá sóttvarnalækni þegar fyrsta innanlandssmitið kom upp, en þá átti að kynna nýjar verklagsreglur bæði fyrir almenning og fyrir spítalann. Ég var virkilega að vona að þau mundu beita víðtækari ákvörðunum sem gætu dregið úr útbreiðslu eins og samkomubanni eða að minnsta kosti banna samkomur þar sem fleiri en 1.000 manns koma saman eins og önnur lönd hafa gert sem eru með mun færri smit á höfðatölu.

En það virðist ekki vera hugmyndin hjá þeim eins og er. En ég er samt ánægður með þær breytingar sem voru gerðar og erum við til dæmis hætt að stimpla okkur inn með stimpilklukkum og búin að loka spítalanum fyrir heimsóknum.

Það sem er samt kannski mikilvægast í þessu er að með aðgerðum er hægt að draga verulega úr smitum. Staðfestum smitum í Kína hefur verið haldið niðri með að draga úr hópsamkomum eins og að loka kvikmyndahúsum og sum lönd hafa fellt niður skólahald í nokkrar vikur. Þessar aðgerðir skila gífurlega miklum ávinningi, þar sem það dregur verulega úr smitum. Það á alls ekki að gefast upp og við ættum alveg að getað haldið veirunni í skefjum þrátt fyrir að hún sé byrjuð að smitast á milli manna á Íslandi, en til þess þarf kannski að grípa til róttækari aðferða.

Gunnar Andrésson læknir á Landspítalanum.

Mér finnst margar upplýsingar yfirvalda vera misvísandi. Það er til dæmis alltaf nefnt að engin sé með mikil einkenni, en við ættum heldur ekki að búast við að neinn verði alvarlega veikur fyrr en eftir lengri tíma, þar sem sýkingin er yfirleitt búinn að grassera í 1-2 vikur áður en fólk verður alvarlega veikt.

Það er mjög mikil andúð gegn grímum og sóttvörnum. Til dæmis finnst mér að það ætti að innleiða núna að allir starfsmenn með kvefeinkenni eigi að ganga um með grímur eða vera heima, sem mér skilst að sé búið að innleiða núna en var mikil andúð fram að seinustu helgi.

Ég tel að með samþættum aðgerðum væri hægt að draga verulega úr útbreiðslu veirunnar á Íslandi en til þess þurfum við að standa saman og hafa hreinlæti, samskipti og virðingu í lagi. 

En yfirvöld eiga samt mjög mikið hrós skilið. Þau hafa unnið mikla erfiðisvinnu og vel að því að setja fólk í sóttkví, banna heimsóknir á heilbrigðisstofnanir, hvetja fólks til almenns hreinlætis og forðast hópsamkomur, sem án efa hafa mjög góð áhrif og eru að draga úr útbreiðslunni. 

Mér finnst fólk sem ég hef hitt vera mjög vakandi fyrir alvarleikanum en það er samt ekki með neina ofsahræðslu, sem er mjög mikilvægt til að sporna gegn útbreiðslunni.

Höfundur er deildarlæknir á Landspítalanum.