Vinstri menn hafa tekið yfir Viðreisn

Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur.

Eftir Guðbjörn Guðbjörnsson:

Það er öllum ljóst að sú staðreynd að Benedikt Jóhannessyni, stofnanda Viðreisnar og fyrrverandi þingmanni og fjármálaráðherra, var ekki hafnað á grundvelli persónu hans eða persónulegs ágreinings, heldur hlýtur hugmyndafræðilegur ágreiningur að vera til staðar innan flokksins.

Fyrir kjósendur er ljóst að flokkurinn hefur fyrir löngu tekið skarpa vinstri beygju. Þetta kemur skýrt fram í áherslum flokksins eftir að samstarfið við sósíaldemókrata og stjórnleysingja í Pírötum hófst í Reykjavík. Stefnuskráin hefur tekið breytingum og er í takt við stefnu Besta flokksins og Bjarta framtíð.

Þeir sem stofnuðu flokkinn voru miklu lengra til hægri í stjórnmálum og líktist stefna flokksins þá stefnu annarra frjálslyndra hægri flokka á borð við Frjálslynda lýðræðisflokkinn (Freie Demokratische Partei/FDP) í Þýskalandi og marga fleiri slíka flokka í Evrópu og Demókrata í Bandaríkunum.

Tveir fyrstu formenn á nýlegu afmæli Viðreisnar í Heiðmörk, þau Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Nú aldar köldu milli þeirra og Viðreisn líður fyrir.

Íslendingar almennt þekkja lítið til stjórnmála í öðrum löndum (eru hálfgerðir pólitískir analfabetar) og því kannski ekki nema von að ágreiningur sé útskýrður sem svo að hann sé persónulegur. Í flestum stjórnmálaflokkum eru a.m.k. 2 armar sem takast á um völdin. Nú hafa vinstri menn yfirtekið Viðreisn.

Höfundur er stjórnsýslufræðingur.