Þriðju bókmenntaverðlaun Guðna fyrir þýðingar

Guðni Kolbeinsson þýðandi og þulur.

Guðni Kolbeinsson hlaut í gær barnabókmenntaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir vandaða þýðingu á Villimærinni fögru eftir Philip Pullman og er þetta í þriðja skipti sem hann hlýtur barnabókaverðlaunin fyrir þýðingar sínar.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að hér sé á ferðinni í senn vönduð, falleg og hugvitssöm þýðing sem færir íslenskum lesendum ævintýrabókmenntir eins og þær gerast bestar á okkar ástkæra og ylhýra máli.

Villimærin fagra er fyrsta bókin í þríleik Pullmans, Bækur duftsins um Malcolm Polstead.

Guðni er margverðlaunaður þýðandi (og vinsæll þulur í sjónvarpi) og hlaut Sögustein IBBY árið 2015 fyrir framlag sitt til barnabóka og barnamenningar.

Útgefandi Villimærinnar fögru er JPV forlagið.