Kaþólska kirkjan á Íslandi, sem er mjög alþjóðlegt samfélag þar sem saman kemur mikill fjöldi fólks af erlendum uppruna, reynir af fremsta megni að styrkja íslenska tungu og stuðla að notkun hennar í starfi sínu.
Nýlega hefur fræðsluritið „Tíst með Guði “ (430 bls.) verið þýtt á íslensku. Bókina samdi hollenskur prestur, séra Michel Remery, en Þorkell Ólason annaðist þýðinguna.
Þeir sem vilja spyrja spurninga, jafnvel erfiðra, geta í bókinni fundið svör við 200 krefjandi spurningum frá ungu fólki um Guð, bænir og siðferðileg efni. Sr. Remery svarar þessum spurningum í ljósu máli og útskýrir um leið fjölmargt úr sögu Kaþólsku kirkjunnar og enn fremur margt af því sem nú er efst á baugi.
Hægt er kaupa bókina fyrir 2500 krónur í kaþólsku kirkjunum í Landakoti, í Breiðholti, Hafnarfirði, Stykkishólmi, Ísafirði, Akureyri, Keflavík (Ásbrú) og Reyðarfirði.