Velheppnuð Reykjavík

Sem einlægur aðdáandi góðra glæpasagna og hefðarinnar kringum þær, leyfi ég mér að mæla með glæpasögunni Reykjavík eftir þau Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson.

Spennandi söguþráður, fjölbreytt persónugallerí og óvæntar fléttur í velheppnaðri sögu sem öldungis er ljóst að mun rjúka út hér heima og erlendis.

Ég skemmti mér konunglega við lesturinn og langaði strax að lesa meira.

Það eru meðmæli.