Rokkhljómsveitin Queen og Freddie heitinn Mercury söngvari hennar eru komin aftur í sviðsljósið vegna kvikmyndarinnar um ævi Mercury, Bohemian Rhapsody sem nýtur nú mikilla vinsælda í kvikmyndahúsum (og fólk ætti að sjá á hvíta tjaldinu í fullkomnum tóngæðum).
Af því tilefni rifjar The New York Times upp frammistöðu Queen og Mercury á Live Aid tónleikunum á Wembley-leikvanginum í Lundúnum árið 1985, en þá sté sveitin á stokk í ríflega tuttugu mínútur og sló algjörlega í gegn með stórslögurum sínum sem hæfðu einmitt slíku risasviði og viðburði sem sjónvarpað var í beinni útsendingu um allan heim.
Margir telja þetta bestu tónleikaframmistöðu allra tíma. Hvað finnst ykkur?
(Myndbandið er ríflega tuttugu mínútur og er skylduáhorf, öllum þessum árum seinna. Ég var tólf ára þegar tónleikarnir voru haldnir og man vel eftir þessum viðburði.)