18. febrúar 2019: Spurningar til FME í ljósi hótana VR

Í ljósi hins fordæmalausa bréfs sem VR, undir forystu Ragnars Þórs Ingólfssonar, sendi stjórnendum Kviku í dag, vakna óneitanlega ýmsar spurningar.

Ragnar Þór skorar eflaust mörk prik hjá þeim sem hafa horn í síðu Gamma eða Almenna leigufélagsins, en hann vissi greinilega ekki að Gamma er enn sjálfstætt fjármálafyrirtæki og Kvika hefur ekki fengið kaupin á félaginu samþykkt hjá þar til bærum aðilum. Þangað til það gerist, hefur Kvika ekkert með Gamma að segja, hvað þá að bankinn geti hlutast þar til um einstakar ákvarðanir.

Af þessu tilefni sendi Viljinn nokkrar spurningar til Fjármálaeftirlitsins og er beðið svara við þeim.

Þær eru:

  • Er ekki í fyrsta lagi ljóst að Kvika fer formlega enn ekki með yfirráð yfir Gamma?
  • Þótt svo væri, mætti Kvika þá hafa bein áhrif á fjárfestingar eða ákvarðanir einstakra sjóða sem eru þar í stýringu og hvað þýðir svona fyrir aðra aðila sem eru með fjármagn í stýringu?
  • Er VR þá orðið skuggastjórnandi einstakra sjóða fjármálafyrirtækja?

Viljinn mun vitaskuld birta svör FME þegar þau berast.