Versta kreppa í 80 ár?

Þótt allskyns furðuleg smámál eigi það til að tröllríða íslenskri umræðu, er það stóra myndin sem er að teiknast upp á alþjóðavísu sem ætti að vera okkur efst í huga.

Óðaverðbólga, vöruskortur og áhrif af stríði og faraldri gætu verið að kalla yfir heiminn verstu kreppu í 80 ár.

Þetta verður gamalkunn tilfærsla fjármuna þar sem almenningur tekur á sig þyngri byrðar en þeir verða í lykilstöðu sem hafa komið kviku fjármagni í skjól fjarri rafmyntum og hlutabréfabólum. Næsta vetur, þegar matvöru- og orkuverð hefur hækkað ótæpilega, mun reiði almennings magnast.

Þetta eru skrítnir timar þvi það er eitthvað mjög stórt i aðsigi. Versta kreppa í heilan mannsaldur eða strið. Eða hvort tveggja sem er líklegast. Putín gæti ekki verið ánægðari með þróun mála. Hans plan er að bráðum hafi Vesturlönd svo miklar ahyggjur af eigin stöðu að Úkraína gleymist og á meðan mallar rússneska vígvélin hægt og örugglega.

Hvar og hvernig hún endar er milljón rúbblna spurningin.