Leitin að sökudólgnum er hafin. Það er úr nógu að moða og augljós sökudólgur hefur þegar verið fundinn: Jeremy Corbyn, stefna flokksins varðandi BREXIT og manifestóið hans (sem slær út viðleitnina frá árinu 1983, sem lengsta sjálfsvígsbréf sögunnar).
Rætur hruns Verkamannaflokksins ganga þó lengra aftur en kjör Corbyn sem ólíklegs leiðtoga í september árið 2015. Til að komast til botns í þessu er nauðsynlegt að kafa í sögu síðustu stjórnar flokksins. Vísbendingarnar eru ættu að vera öllum augljósar: morðið var framið með blýleiðslum, á teiknistofunni af … Gordon Brown.
Um þetta skrifar Tom Harris í The Telegraph í gær og Viljinn þýddi.
Þetta var röð banvæns dómgreindarleysis og heimatilbúinna mistaka Brown, sem forsætisráðherra leiddi beint til almenns kosningaleiða á Verkamannaflokknum árið 2010, sem leiddi aftur til kosningu Ed Miliband sem leiðtoga, sem leiddi til úreldingu kjördæmakosninga Verkamannaflokksins (sem hafði tryggt að þingmenn héldu meirihluta í hvaða kosningu um forystu sem var) og innleiðingu eins þingmanns, eitt atkvæði (eða réttara sagt, þrír fjórðu, eitt atkvæði) kerfisins sem gaf Corbyn tvo glæsilega sigra í formannssætið.
Gróf undan Blair en sló síðan eintóm vindhögg í embætti
Brown hafði með beinum hætti grafið undan fyrrum vini sínum og forvera, Tony Blair, í allri formannstíð þess síðarnefnda, og náði loks takmarki lífs síns í lok júní árið 2007, að verða forsætisráðherra. Eftir að hafa nota mest af stefnumótunarhugmyndum sínum á árunum sem kanslari ríkisstjórnarinnar, var þar ekki um auðugan garð að gresja í nýju starfi í Downingsstræti 10.
Hann lofaði góðu í embættinu fyrstu vikurnar, þar sem Brown vakti meðvitað upp væntingar almennings um skyndikosningar, sem urðu að engu þegar hann skipti um skoðun og reyndi í örvæntingu að sannfæra efins fjölmiðla um að slíkt hefði honum aldrei komið til hugar. Innan sólarhrings glataði Verkamannaflokkurinn forystunni í skoðanakönnunum hrottalega. Henni myndi hann ekki ná aftur fyrr en flokkurinn væri kominn aftur í stjórnarandstöðu. Haltrandi næstu þrjú ár, sló Brown eintóm vindhögg í embætti og hrasaði úr einu uppnáminu yfir í það næsta, særður af lagspjótum samstarfsmanna sem reyndu að skipta honum út fyrir öruggari og vinsælli leiðtoga.
Hafi hann einhverntíman haft í hyggju að halda áfram vinnu Blair við að nútímavæða flokkinn, með því að draga úr valdi verkalýðsfélaganna, varð það að engu. Síðan áður en hann gerðist þingmaður hafði Brown glaðbeittur sinnt verkalýðsfélögunum og var sáttari í félagi almennra ritara og svæðisbundinna skipuleggjenda en Blair var nokkru sinni.
Í kjölfar valdaránsins árið 2006, sem Tom Watson, Brown-liði, skipulagði til að sannfæra Blair um að tilkynna brottför sína sem leiðtoga og forsætisráðherra, voru það verkalýðsfélögin sem sameinuðust á bak við sinn framsækna frambjóðanda og gerðu það ljóst að krýning, frekar en keppni, væri leiðin sem þau vildu.
Hafnaði Blair tímanum og jafnvel sínum eigin verkum þá
Brown ætlaði ekki að vera eins og Tony Blair í embætti forsætisráðherra. Hann skilgreindi sig stöðugt gegn Blair og reyndi að móta skýrari hugmyndafræði og fjarlægja sig frá arfi Blairs. Hann sendi skilaboð til þingmanna flokksins og þingmanna um að Blair tímanum væri ekki aðeins lokið – honum bæri að hafna. Írakstríðið (sem Brown hafði kosið með), PFI-hneykslið á sjúkrahúsinu (sem Brown hafði skapað), kennitölukerfið (sem Brown vildi fá en yfirgaf svo) – Arfleifð Blairs skyldi ei lengur hampað.
Ysta vinstrið hafði alltaf hatað Blair, farsælasta forsætisráðherra Verkamannaflokksins eftir stríð. Brown hvatti „hófsama“ til að gera það líka. Þegar óumflýjanlegur ósigur Browns varð ljós í maí árið 2010, hafði flokkurinn og verkalýðsfélögin fengið skilaboðin. Valið stóð á milli fyrrverandi utanríkisráðherrans, David Miliband (arftaka Blair) og yngri bróður hans Ed (arftaka Brown), valdi flokkurinn – arftaka Brown með pompi og prakt – frambjóðandann sem táknaði synjun Blair, og sem átti að láta flokknum líða betur með sjálfan sig. David var fulltrúi of mikils af því sem flokknum líkaði ekki við Blair: þríhyrning, skynsemi og (að vísu skapandi) málamiðlun við kjósendur. En ekki lengur. Verkamannaflokkur myndi vinna aftur völd á eigin verðleikum en ekki í gegnum kosningar. Við vitum öll hvernig þessum tiltekna áfanga hrokafullrar sjálfhverfu lauk undir Ed Miliband: með atkvæðahlut sem var naumlega stærri en sá sem Brown hafði tryggt sér og fyrsta meirihlutastjórn íhaldsmanna í 18 ár.
Hrapað að ályktun um að færa flokkinn lengra til vinstri
Svo áhyggjulaust hvarf Verkamannaflokkurinn inn í gamaldags átök vinstri-gegn-hægri, að eldri þingmenn sem töldu sig bandamenn Brown, eins og Margaret Beckett, sýndi það mikið andvaraleysi að hún lét jafnvel mikilvæga þingmannatilnefningu sína Corbyn eftir, sem gerði honum kleift að tryggja sér sæti í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Aðrir Brown-liðar, svo sem Andy Burnham, festu stjórn Corbyn við völd með því að þjóna í skuggaráðuneyti hans.
Saga Verkamannaflokksins undanfarið er lituð af röð slæmra ákvarðana og dómgreindarleysi leiðtoganna. En það er Brown, síðasti forsætisráðherra Verkamannaflokksins, sem ber mikla ábyrgð á hörmungunum í síðustu viku. Hann afmáði hinn þrefalda sigurvegara Blair, fyrir þann glæp einn að standa í vegi fyrir persónulegum metnaði sínum. Hann hvatti til höfnunar á arfleifð forvera síns, jafnvel þó að margt af henni væri einnig hans eigin. Og hann gerði það mun auðveldara fyrir vinstri menn að hrapa að þeirri ályktun að bregðast skyldi við ósigrinum árið 2010 og mistökum sínum í embætti með því að færa flokkinn og forystu hans enn lengra til vinstri. Það er því margt sem varð flokknum að falli síðastliðinn fimmtudag.
Það væri ósanngjarnt í sögulegu samhengi ef nafn Browns vantaði á lista yfir sökudólgana.