Að líta í spegil og taka sjálfan sig til gagnrýnnar skoðunar

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.

Eins og margir landsmenn vita þá er ég einn þeirra þingmanna sem sátu á hótelbarnum Klaustri þriðjudaginn 20. nóvember sl. og viðhafði meiðandi ummæli um einstaklinga sem höfðu ekkert sér til sakar unnið.

Slíkt á maður auðvitað ekki að gera og hef ég ákveðið að taka mér leyfi frá þingstörfum.

Þegar maður finnur sig í þeirri stöðu að þekkja ekki þann mann sem hljómar á upptökum, talsmátinn er manni framandi og framgangan þannig að maður skammast sín, verður maður að líta í spegil og taka sjálfan sig til gagnrýnnar skoðunar.  

Það ætla ég að gera.

Ég vil ítreka afsökunarbeiðni mína til allra þeirra sem ég særði með ummælum mínum.

Virðingarfyllst,

Bergþór Ólason