Viljanum hefur borist yfirlýsing frá Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, vegna þess sem Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, hefur skýrt frá í dag um áreitni sem hún varð fyrir af hálfu hans sl. sumar.
Bára Huld hefur sagt að yfirlýsing Ágústs Ólafs sl. föstudag sé ekki í samræmi við upplifun hennar eða játningar hans gagnart trúnaðarráði Samfylkingarinnar.
„Ætlun mín var aldrei sú að rengja hennar frásögn eða draga úr mínum hlut. Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun. Ég lagði mikla áherslu á í okkar samtölum og í framburði mínum hjá trúnaðarnefndinni að gangast við minni hegðun. Hennar upplifun er auðvitað aðalatriðið í þessu máli.
Ég er í dag að leita mér faglegrar aðstoðar vegna hegðunar minnar og róta hennar. Ég bið Báru Huld enn og aftur innilegrar afsökunar á framkomu minni og þeirri vanlíðan sem ég hef valdið henni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson.