Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands verður opið hús á Alþingi í dag, 1. desember 2018, þar sem gestir eru boðnir velkomnir að skoða Alþingishúsið í fylgd með þingmönnum og starfsfólki skrifstofu Alþingis.
Í Skála verður sýning á ljósmyndum, skjölum og völdum tilvitnunum úr umræðum á þingi um sambandslagasamninginn.
Þegar lögin um fullveldi Íslands höfðu gengið í gildi 1. desember 1918 var tímabært að senda heillaóskaskeyti. Þingforsetarnir sendu skeyti til Kristjáns X. konungs:
Alþingi Íslendinga óskar á þessum degi að senda konungi landsins sínar þegnsamlegu kveðjur og láta í ljósi hinar beztu óskir konunginum og konungsættinni til handa.
Jóh. Jóhannesson, G. Björnsson, M. Guðmundsson.
Svo kom svarskeyti frá konungi til sameinaðs þings: