Bjarni gagnrýndur fyrir skort á málsvörn fyrir eignaréttinn

Bjarni Benediktsson. / Ljósmynd: Sjálfstæðisflokkurinn.

Skafti Harðarson, formaður Félags skattgreiðenda, gagnrýndi formann Sjálfstæðisflokksins á facebook síðu sinni í kvöld með þessum orðum:

„Í kvöldfréttum á Ríkisútvarpinu nú áðan var Bjarni Benediktsson spurður út í mögulegar aðgerðir stjórnvalda gegn jarðakaupum „auðmanna“. Eins og búast mátti við svaraði fjármálaráðherra eins og embættismaður. Reyndi ekki að gagnrýna notkunina á orðinu „auðmenn“, eða taka upp málsvörn fyrir eignaréttinn. Og hvað er annars átt við með „auðmenn“. Allir íslendingar eru auðmenn á mælikvarða heimsins. Er kannski bara átt við erlenda „auðmenn“ ? Það er oft stutt í útlendingahatur íslendinga og hvað þá ef útlendingurinn er auk þess „auðmaður“. Það er gott til þess að vita ef íslenskir bændur geta hætt búskap og um frjálst höfuð strokið fjárhagslega í lok starfsævinnar. Og mörgum þessara „auðmanna“ gengur örugglega ekki annað en gott til og hafa getu og vilja til þess að gera vel. Af hverju þarf að hafa áhyggjur. Ekki kaupa „þurftalingar“ þessar jarðir og sinna þeim sem skyldi.“

Skafti Harðarson, formaður Félags skattgreiðenda.